Álalind 18-20 er nýtt fjölbýlishús í hinu glæsilega íbúðahverfi Glaðheimum í Kópavogi. Staðsetning Glaðheimanna er í miðju höfuðborgarsvæðisins með beinar tengingar við helstu stofnbrautir og stutt í alla þjónustu, verslanir og afþreyingu. Mikið hefur verið lagt upp úr bæjarhönnun hverfisins með áherslu á fallegan gróður, líflegt efnisval í gangstéttum og göngugötum ásamt vandaðri umhverfislýsingu. Vesturendi byggingarinnar snýr út að fallegu torgi þar sem staðsett eru leiktæki og bekkir. Heildaryfirbragð hverfisins er áberandi fyrir fjölbreytt og litríkt efnisval á byggingunum sem saman skapa fallega heild.

 

  • Síðasta fjölbýlið í
    fullbúnu nýju hverfi
  • Aukin lofthæð íbúða
  • 51 stæði í bílakjallara
    30 stæði á lóð
    2 bílskúrar

 

Við hönnun Álalindar 18-20 var lagt upp með metnað í fagurfræði og fjölbreytileika, jafnt í formi og efnisvali. Vinkillaga byggingin stallast upp á hæðina frá austri til vesturs úr fjórum hæðum upp í sjö hæðir. Tvö stiga- og lyftuhús eru staðsett hvort í sínum enda byggingarinnar og með svalagangi tengja þau íbúðahæðir við sam- og séreignarrými í kjallara og niðurgrafna bílgeymslu. Í austurenda fimmtu hæðarinnar eru sameiginlegar þaksvalir allra íbúa hússins.

Ytra byrði byggingarinnar er klætt endingargóðri álklæðningu sem sérstaklega hefur verið hönnuð með uppbrot og litasamsetningar að leiðarljósi. Gluggar eru af vandaðri gerð úr timbri með álkápu að utanverðu.

Íbúðir eru fjölbreyttar að stærð og gerð og þar með óhætt að segja að allir ættu að geta fundið sér nýtt heimili við hæfi. Hugað er sérstaklega vel að sem bestri nýtingu á fermetrum, jafnt hvað varðar rýmin sjálf einnig í samhengi við innréttingar og geymslulausnir, í hlutfalli við stærð og íbúafjölda. Einnig eru góð birtuskilyrði innan íbúðanna í fyrirrúmi. Á hvorum enda byggingarinnar eru staðsettar þriggja og fjögurra herbergja íbúðir sem aðgengilegar eru um sameign frá stiga- og lyftuhúsum. Fyrir miðri byggingunni eru staðsettar tveggja og þriggja herbergja smáíbúðir, hver með sínum sérinngangi frá svalagöngum sem tengjast báðum stiga- og lyftuhúsunum. Svalagangarnir hafa skemmtilega þríhyrningslögun og eru bæði hugsaðir sem umferðarrými að íbúðum, einnig sem sameiginlegar svalir þar sem hægt er að sitja á góðviðrisdögum í sól og blíðu. Á fimmtu og sjöttu hæðum byggingarinnar eru einnig stærri þriggja herbergja íbúðir með sérinngangi frá svalagangi. Á efstu hæðinni er að finna þakíbúð með sérinngangi og þaksvölum.

Alúð hefur verið lögð í hönnun íbúðanna með notagildi og þægindi að leiðarljósi. Fastar innréttingar eru sérhannaðar fyrir hverja íbúð með samspili dökkra og ljósra yfirborðsflata. Sjá nánari upplýsingar um frágang íbúða í skilalýsingu.

 

Byggingaraðili

Hönnun

Arkitektar og aðalhönnuðir

Raflagnahönnun

Landslagshönnun

Verkfræðihönnun & Lagnahönnun

Söluaðilar